Nýr heimilisgestur

 Sæl öll,

 Það er varla að maður þori að segja frá þessu en nú er Kjarri búinn að gera alvöru úr hótununum. Hann kom heim með bolabít um daginn takk fyrir. Hann átti það nú inni eftir að hafa þurft að fara aftur inn í janúar. Við hérna á heimilinu reynum auðvitað að sýna honum skilning og Gugga hefur sko verið betri en engin, sérstaklega þegar kom að því að sannfæra Kjarra um að allt dótið hafi verið á sínum stað þegar hann fékk loks að koma aftur heim í lok janúar. Karlmenn og dótið þeirra, það er nú meira hvað þeir geta æst sig yfir minnstu hlutum.

Ég hef nú samt aldrei vitað annað eins og stjanið í kringum einn hund, ha? Kjarri fer með hundinn í bíltúr en nennir ekki að taka krakkana með. Það er víst ekki pláss fyrir alla í hondunni. Aumingja Úgand mátti standa á tám úti í glugga og bíða og bíða á meðan Kjarri keyrði hring eftir hring á planinu hérna fyrir ofan okkur í kjallaranum. Síðan þarf víst að undirbúa hverja máltíð í heilan klukkutíma út af einhverri magasýkingu, það eru hrísgrjón og kjötbitar sem eru vandlega soðnir í mauk og krakkarnir reknir inn í herbergi á meðan. Verst finnst mér samt að hundurinn þarf víst að sofa í rúminu okkar og finnst best að liggja á heilsukoddanum sem Kjarri og Geiri (Geiri hjálpaði til því þetta eru rándýrir koddar!!) gáfu mér í jólagjöf. Ég sem var að verða góð í hálsinum eftir slysið og núna þetta?!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvar er blenderinn sem ég gaf þér í jólagjöf?

Gugga.

Gugga (IP-tala skráð) 14.2.2008 kl. 20:56

2 Smámynd: Bára Árnadóttir

Gugga mín, það er búið að vera 10 stiga frost og miðstöðin er biluð í hondunni. Kjarri fór með blenderinn í elko og fékk innleggsnótu sem hann seldi fyrir utan búðina og keypti hettupeysu á hundinn. Ég veit, ég veit..ég skal tala við hann. þín Bára.

Bára Árnadóttir, 14.2.2008 kl. 21:01

3 Smámynd: Bára Árnadóttir

http://www.123.is/voffatiska/default.aspx?page=page&id=8672 þær eru nú samt soldið sætar, ha?

Bára Árnadóttir, 14.2.2008 kl. 21:02

4 identicon

Án þess að ég ætli að vera eitthvað leiðinlegur Gugga mín, þá var þessi blender algjört drasl. Ég ætlaði að nota hann til að kötta niður hassplötuna mína en fokking blenderinn réði ekki við það svo ég skilaði honum og keypti geggjaða Billabong peysu á pit-bullinn... sem ég er búinn að skíra Viktor, í höfuðið á Viktori litla Úgand.

Kjarri. 

Kjarri (IP-tala skráð) 14.2.2008 kl. 23:44

5 identicon

Er þetta appelsínugula dót sem lafir utan á hundsfíflinu sem sagt fyrrum blenderinn minn! Ég hélt þú hefðir fengið gamlar nærbuxur af ömmu þinni Kjarri og saumað þær á ljótustu handklæði sem þú gast fundið og klætt hundinn í. En neinei, þetta kostar þá - og það heilan blender. Á meðan Bára hagar sér svona eins og gólfmotta geturðu eflaust gert þér klæðin úr því efninu líka og klætt hundinn í. Helvítis...

Gugga (IP-tala skráð) 15.2.2008 kl. 09:28

6 identicon

Ég tel mig nú vita ýmislegt um dýr eftir 14 ára ræktun bengalkatta og þetta er ekki hundur frekar en ég veit hvað. Tík er þetta Kjarri - kvenkyn.

Gugga (IP-tala skráð) 15.2.2008 kl. 09:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband