Af því hann er Kjarri

Ég hef verið spurð að því í dag af mörgum, sem þekkja mig og mörgum sem þekkja mig minna afhverju ég sé með Kjarra. Ég veit að það er erfitt fyrir lesendur að trúa því en hann á alveg sínar góðu hliðar, það vita einhverjir, eins og mamma hans. Að leggja það á sig að kaupa 200 eða svo jólagjafir og fela þær, spila tölvuleiki með Viktor litla Úgand og fara út með ruslið er ekkert sjálfsagt. Stundum kemur hann heim með gjafir handa mér. Ég gleymi því aldrei þegar hann kom heim með vekjaraklukkuna, hann sagði að hún væri svo ég færi einhvern tímann á fætur, en hún var fallega innpökkuð og með fallegu korti. Vitiði það, stundum skiptir ekki máli hvað hlutirnir kosta heldur hugsunin á bak við þá. Ég vissi það í þriðja skiptið þegar ég rakst á Kjarra í röðinni í féló að þetta var sko engin tilviljun.

Og nú erum við stelpurnar bara á leiðinni til Glasgow hvorki meira né minna. Þetta er bara toppurinn á tilverunni held ég, ha?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jó Bára, róleg á væmninni hehe... en já þú ert alveg ágæt, ég get alla vega búið með þér hehe.

Ekkki gleyma að kaupa örbylgjuofninn og hundafóðrið í Glasgov... Annars verð ég massapirraður.

Og helltu Guggu blindfulla, hún getur verið þolanleg í þannig ástandi!

Kjarri 

Kjarri (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 09:36

2 identicon

Þú manst alveg hvað gerðist síðast þegar Gugga drakk og það var ekkert fyndið Kjarri minn, ha? Maður laumar ekki áfengi í mat þeirra sem mega ekki drekka og allra síst á aðfangadag. Hún sem var orðin svo góð í fætinum og laus við naglana. Gugga, Kjarri var bara að djóka, ok?

Bára (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 09:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband