Saga frá sumrinu

YO motherfokcers!

Bára sagði mér að hún væri búin að blogga þannig að ætli það sé ekki kominn tími á að maður prumpi einhverju inn hérna hehe.

Ég má til með að segja eina sögu hérna, ég tjillaði náttúrulega feitt í sumar og færði einu sinni sófann og playstationið út á svalir svo maður myndi nú fá eitthvað tan á meðan maður spilaði tölvuleik, tvær flugur í einu höggi hehe. En það var náttúrulega með það eins og allt annað sem er skemmtilegt, alltaf þurfa kellingar að eyðileggja það fyrir manni. Ég var sem sagt búinn að búa til feitt tjillpleis á svölunum með sófanum og tölvunni en það var kannski ekki mikið pláss fyrir neitt annað og til þess að komast á svalirnar þurfti ég að skrúfa sundur eldhúsgluggann. Ég man að ég hugsaði þegar ég var að gera það,æi fokk, Bára á pottþétt eftir að vera með einhvern kjaft! Svo fattaði ég náttúrulega að ég er kallinn á heimilinu og geri bara það sem mér fokking sýnist hehe.

Svo kom Bára heim úr vinnunni og byrjaði náttúrulega strax að tuða að hún þyrfti að hengja þvottinn á svalirnar. Ég sagði henni bara að slaka á og hún gæti bara tekið þvottinn á morgun, en það var náttúrulega ekki nógu gott því hún vildi líka horfa á einhvern skítaþátt á skjá einum. Ég var náttúrulega alveg til í að miðla málum og sagði að hún gæti bara horft á þáttinn á svölunum en neinei... hún var náttúrulega búin að bæta aðeins á sig eftir að hún varð ófrísk (aftur Angry) og gæti ekki komist út. Ég varð náttúrulega massapirraður (skiljanlega) en þetta reddaðist allt saman, hún fór bara til guggu að horfa á þáttinn og ég fékk frið þannig að þetta leystist allt að lokum hehe.

Leiter hommar og mellur!
Fokking Kjarri


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband