Aldrei má maður neitt!!!

Ég fór á McDonalds í gær... jájá, án þess að bjóða Báru og Viktor úgand með... og hvað með það? Ég var bara svangur og langaði ekki í eitthvað arababrauð í kvöldmatinn. Bára getur alveg farið ein út að borða ef hún vill, ekki verð ég fúll yfir því.

En þessar gellur eru svo skrítnar mar!!! Hvað er málið? Ég fékk bara eitthvað fýlukast þegar ég kom heim og það skipti engu máli þó að ég hefði gefið henni dótið sem ég fékk með barnaboxinu (sem hundurinn var reyndar búinn að naga aðeins hehe). En nei! Þá var hún fúl yfir þessu andskotans brauði sem ég vildi ekki borða! Nú er hún búin að frysta megnið af því og hótar þessu í kvöldmat út vikuna... kræst! Ég sé fram á fleiri MacDonaldsferðir á næstunni hehe. 

Kjarri. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bára, þú lætur Kjarra kannski vita að fíflafötin sem hundurinn nagaði utan af sér fundust í runnunum hjá Marteini á númer 19. Gugga.

Gugga (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 09:28

2 identicon

Já Kjarri minn nú borguðu krossgáturnar sig aldeilis. Heldurðu að kellingin sé ekki bara á leið til Glasgow í boði krossgátukeppni Vikunnar, og ferðin er fyrir tvo svo búðu þig undir að fara að afþýða frysta arabrauðið því það er það eina sem þú munt fá að borða á meðan við Bára gerum allt vitlaust í borginni, það er víst komið vor þar í útlandinu Bára mín svo að nú er bara að grafa upp hjólabuxurnar og hlýrabolina, Glasgow bíður gæskan.

Gugga (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 09:52

3 identicon

Gugga, veistu það, ég vissi að þetta myndi gerast á endanum. Bingó hvað? Þetta er nú eitthvað annað en "Gjugg í bæ" ferðin sem við unnum til Ísafjarðar hérna um árið, ha? Ég veit sko alveg hvar hjólabuxurnar eru sem ég keypti mér í kaupfélaginu, ég er strax farin að hlakka til!!

bára (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 09:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband