9.1.2008 | 19:30
Gleðilegt ár ; )
Sæl öll,
Þá er kominn tími til að gera upp jólin. Þetta gekk sinn vanagang. Gugga kom og eyddi aðfangadagskvöldi með okkur Kjarra og krökkunum. Hún losnaði við naglana úr báðum löppunum og því hafði hún "enga afsökun fyrir leti" eins og Kjarri orðaði það og kom og hjálpaði til í eldhúsinu og auðvitað borðaði hún með okkur og svona. Bara svo það sé á hreinu þá kom henni og Kjarra bara vel saman takk fyrir og allir höguðu sér eins og fullorðnir. (nema auðvitað börnin og dýrin)
Kjarri var samur við sig, hann fór í pakkaleikinn (sem pabbi hans lét hann alltaf fara í þegar hann var lítill). Leikurinn er þannig að í staðinn fyrir að setja pakkana undir tréð þá lét hann mig leita að þeim um alla íbúð. Og þetta voru ekkert smá margir pakkar, ha? Þvottaklemmur úr Tiger, vasaljós, strokleður, hann fann ótrúlegustu hluti handa elskunni sinni og lét mig leita að þeim og leyfði mér ekki að hætta fyrr en ég var buin að finna þá alla um kl. tvö um nóttina!! Ég ætla ekki að segja ykkur hvað ég var þreytt á jóladag. Aðalgjöfin var falin úti í tunnu en það voru grænblá nærföt með gulum stjörnum og dúskum hangandi úr skálunum. Ég er nú ekki vön að klæðast svona en maður prófar þetta kannski ha? Ég veit ekki hvert Gugga og krakkarnir ætluðu þegar ég beygði mig ofan í tunnuna og tók upp pakkann. Kjarri tók auðvitað myndir af þessu öllu, ég set þær inn bráðum ; )
Gamlárskvöldi eyddum við svo á slysadeild en Kjarri hlustaði ekki á veðurspánna : ( fór út og skaut upp í vitlausri vindátt. Hann fór alla vega ekki á fyllerí, ha? Það hefði verið verra kannski, maður veit aldrei.
Bára.
Athugasemdir
Bára mín. Viltu hringja í mig sem fyrst. Ég er ykkur afar þakklát fyrir að hugsa um kettina fyrir mig en ef það er satt sem ég heyrði að Kjarri væri að reyna að selja þá á barnalandi, mun ég rífa undan honum. Viltu hafa samband gæskan sem fyrst.
Gugga (IP-tala skráð) 10.1.2008 kl. 14:08
Bara eitt hérna Gugga! Ef að þessi kattaóféti eru í minni ibúð lengur en tvær vikur eins og raunin hefur verið núna undanfarið þá að sjálfsögðu áskil ég mér rétt til þess að selja þá. Ég bað ekki um þessa ketti, þú tróðst þeim hingað inn án þess að spurja kóng né prest. Geiri benti mér á að það væri hægt að fá fínan prís fyrir svona bengalketti þannig að ég hugsaði bara fokkit! Ef hún getur ekki hugsað um þá sjálf þá sel ég þá bara... þakkaðu bara fyrir að ég fari ekki með þá uppí Heiðmörk og skjóti þá hehe.
Kjarri (IP-tala skráð) 10.1.2008 kl. 15:03
Þú passar þig Bára að hann bjóði ekki upp börnin á barnalandi ef þú ert of lengi í vinnunni. Kettirnir eru amk ekki í þrælauppboðshættu hjá Bárði bróður. Takk Bára mín samt fyrir gæsluna á þeim og þú veist að þér er svo velkomið og hirða vatnsrúmið úr geymslunn eins og ég lofaði þér, bara endilega.
Gugga (IP-tala skráð) 14.1.2008 kl. 15:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.