Ömurlegur dagur

þetta var nú meiri ömurlegi dagurinn. Vaktin gekk illa og svo kem ég heim og ástandið ekki skárra. Það er smá vesen hjá Kjarra út af smá peningamálum en það reddast vonandi fyrir jólin. Bara að þetta reddist fyrir jólin, ha? það væri nú munur fyrir okkur hérna í kotinu ha?

jæja, ég veit ekki alveg hvað ég á að segja en kjarri þarf að komast í tölvuleik.

ykkar Bára.

ps. hefur einhver prófað þessa nýju búð hérna í hverfinu, með pólsku pylsunum? 


Tryggingavesen

Sko! Eitt sem ég skil ekki... hvaða kjaftæði er það að þurfa að hafa einhverja innbústryggingu ef þú lendir í bruna? Nú stefnir allt í það að ég fái engar bætur af því að ég er ekki tryggður? Eru ekki allir tryggðir? Búum við ekki í velferðarþjóðfélagi? Djöfull er ég fúll maður, fyrst hringdi ég í Vís, svo Sjóvá og loks tryggingamiðstöðina en enginn gat hjálpað mér!

Þegar ég lenti í "bílslysinu" hérna um árið fór ég náttúrulega beint á slysó og fékk áverkavottorð og svo var mér sagt að tala við ákveðinn lögfræðing og hann reddaði málinu algerlega fyrir mig. Eina sem ég þurfti að gera var að hitta hann einu sinni, fara svo á slysó nokkrum sinnum og kvarta yfir bakverkjum og einhverju svoleiðis kjaftæði og bingó, kallinn fékk tvær millur í vasann nokkrum mánuðum seinna.

Djöfull er ríkið ekki að standa sig núna! 

Kjarri 


Allt í góðu ; )

Jæja, þessi síða átti nú ekki að snúast um Kjarra og Sýn en stundum virðast sum mál bara engan endi ætla að taka, eins og sjónvarpsmál heimilisins. Það væri nú lúxus að hafa tvö sjónvörp, ha? Það væri eitthvað maður. Þeir sem spandera í svoleiðis lúxus hafa líklega ekki annað við peningana að gera. En það er ekki svoleiðis hér í kotinu okkar. Kjarri verður bara að sætta sig við þetta svona eins og þetta er. Enda horfir hann oftast á það sem hann vill.

þessi elska.


Fyrsta bloggið mitt hehe

Kræst! Bára vakti mig áðan til þess að segja mér að hún væri búin að stofna bloggsíðu. Ég var nú svolítið fúll því ég hélt að það kostaði eitthvað (maður er svolítið blankur þessa dagana en það horfir allt til betri vegar hehe). En svo er þetta bara ókeypis! Ég hef aldrei verið mikið fyrir svona tæknikjaftæði en þessi tölva og internetið eru fokking snilld!

Annars er ég bara nokkuð hress þessa dagana, það fór náttúrulega allt í rugl þarna um daginn en það er ágætis lausn að vera fluttur hingað í Breiðholtið (Eða litla Pólland eins og ég kalla það hehe). Spurning hvort maður fari eitthvað að leita sér að vinnu, það eru náttúrulega að koma jól rétt bráðum svo maður tjillar líklega þangað til eftir áramót ( svo eru ýmsar leiðir til að verða sér úti um pening hehe).

Jæja, ég ætla að leggjast upp í sófa og horfa á DVD (Báru langar að horfa á Sunnudagskvöld með Evu Maríu en það er ekki fræðilegur hehe).

Kjarri 


Loksins byrjuð að blogga ;) ;) ;)

Jæja, þá er maður byrjaður að blogga. Ef Gugga frænka getur þetta þá hlýt ég að geta þetta líka. Kjarri flutti loksins inn í síðustu viku. Honum fylgja sem betur fer fá húsgögn eftir brunann enda eins gott þar sem börnin taka mest allt plássið hér í kjallaranum okkar ; ) Nú er bara að vona að hann fái eitthvað út úr tryggingunum fyrir jól svo við getum haft það flott á aðfangadagskvöld og keypt almennilega í matinn og svona. Annars finnst mér alveg hræðilegt hvað er dýrt að versla í matinn hérna á klakanum, maður ætti kannski bara að flytja til spánar, ha?

Jæja, læt þetta nægja að sinni. Kjarri segir hæ og þakkar stuðninginn. Þið eruð öll frábær. Og takk fyrir fötin handa honum það er ómetanlegt

Ykkar Bára 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband