Gleðilegt ár ; )

Sæl öll,

Þá er kominn tími til að gera upp jólin. Þetta gekk sinn vanagang. Gugga kom og eyddi aðfangadagskvöldi með okkur Kjarra og krökkunum. Hún losnaði við naglana úr báðum löppunum og því hafði hún "enga afsökun fyrir leti" eins og Kjarri orðaði það og kom og hjálpaði til í eldhúsinu og auðvitað borðaði hún með okkur og svona. Bara svo það sé á hreinu þá kom henni og Kjarra bara vel saman takk fyrir og allir höguðu sér eins og fullorðnir. (nema auðvitað börnin og dýrin)

Kjarri var samur við sig, hann fór í pakkaleikinn (sem pabbi hans lét hann alltaf fara í þegar hann var lítill). Leikurinn er þannig að í staðinn fyrir að setja pakkana undir tréð þá lét hann mig leita að þeim um alla íbúð. Og þetta voru ekkert smá margir pakkar, ha? Þvottaklemmur úr Tiger, vasaljós, strokleður, hann fann ótrúlegustu hluti handa elskunni sinni og lét mig leita að þeim og leyfði mér ekki að hætta fyrr en ég var buin að finna þá alla um kl. tvö um nóttina!! Ég ætla ekki að segja ykkur hvað ég var þreytt á jóladag. Aðalgjöfin var falin úti í tunnu en það voru grænblá nærföt með gulum stjörnum og dúskum hangandi úr skálunum. Ég er nú ekki vön að klæðast svona en maður prófar þetta kannski ha? Ég veit ekki hvert Gugga og krakkarnir ætluðu þegar ég beygði mig ofan í tunnuna og tók upp pakkann. Kjarri tók auðvitað myndir af þessu öllu, ég set þær inn bráðum ; )

Gamlárskvöldi eyddum við svo á slysadeild en Kjarri hlustaði ekki á veðurspánna : (  fór út og skaut upp í vitlausri vindátt. Hann fór alla vega ekki á fyllerí, ha? Það hefði verið verra kannski, maður veit aldrei.

Bára.

 


Hundar og kettir

Ég samþykkti aldrei að fá þessa kettlinga inn á heimilið... þetta mígur og skítur út um allt og Bára hefur ekki undan að þrífa eftir þessa litlu djöfla.

Svo eru krakkarnir að væla um að fá að halda kettlingunum, ekki fokking fræðilegur ef ég fæ einhverju um það ráðið... ef það kemur dýr inn á þetta heimili þá verður það einn af Doberman hundunum sem Geiri er að rækta.

Ég var ekkert smá pirraður í nótt í óveðrinu því þá vældu kettirnir eins og bilaðir sjúkrabílar, ég fór náttúrulega bara fram og skutlaði þeim út fyrir hússins dyr svo það væri einhver svefnfriður, þá brjálaðist Bára og sagðist hafa lofað að passa fyrir Guggu, þannig að hún mátti þurfa að berjast gegnum 35 metra á sekúndu í efra breiðholti til að finna einhverja fjandans kettlinga... ég stóð bara eftir og hristi hausinn, ég mun aldrei skilja konur. 

Kjarri 


Kettlingar í fóstur

Sæl öll sömul,

mér fannst bara óþarfi að segja öllum frá þessu smámáli sem hann Kjarri lenti í hérna um daginn. Hlutirnir geta svo sannarlega misskilist og þá er voðinn vís eða illt í efni eins og sagt er. Við erum komin með tvo af kettlingunum hennar Guggu í fóstur eftir að hún var lögð inn. Hinir fjórir eru einir heima en við lítum eftir þeim svo sem líka. Kjarri er búinn að lofa að hjálpa til ef ég næ honum einhverntímann úr þessum tölvuleikjum, það liggur við að ég taki bara rafmagnið af svo ég nái sambandi við hann svei mér þá. Eitthvað af þessu er nú stranglega bannað börnum þannig að krakkarnir fá ekkert að koma fram á meðan mestu lætin eru. Þetta er nú meira ástandið, ha? Þau leika bara inni hjá sér og eru merkilega góð, þröngt mega sáttir sitja eins og maðurinn sagði.

En nú er bara að vona að veðrið skáni svo Kjarri geti farið út að leita sér að vinnu. Gugga mín, slysin gera ekki boð á undan sér og ef þú ert að lesa þá vona ég að þér líði vel og þú losnir við naglana fyrir messu Þorláks helga. Það væri nú munur, ha?

Bára.


Bjánar

Bára lét mig taka út þessa færslu því hún er svo nojuð. Ég meina ef fólk vill tala við mig beint um þetta mál þá getur það bara hringt í mig. Ég er í skránni. Má maður ekki grínast maður? hehehe...

Leiter

Fokking Kjarri


Kjarri laus

Jæja elskurnar,

 það hefur ekki gefist mikill tími í blogg síðustu daga. Það hefur verið nóg að gera og bara svo það sé á tæru þá er allt í lagi með Kjarra og hann var látinn laus í gær. Ég veit alveg hvað þú ert að hugsa núna Gugga mín og við skulum bara láta það liggja milli hluta, enda margt í mörgu eins og maðurinn sagði.

Mig langar bara til að þakka fyrir allar góðu kveðjurnar og stuðninginn en ég mun engu að síður standa með honum Kjarra í gegnum þetta. Hann veit að það sem hann gerði var rangt og ætlar að taka sig taki. Gefum honum smá séns.En nú er bara að bíða eftir jólunum og gera allt klárt. Það var allt á hvolfi eftir húsleitina en þá gafst um leið tækifæri á að koma reglu á ýmislegt dót og henda og svona. Kjarri var auðvitað soldið fúll þegar hann sá að ég hafði hent nokkrum af bónuspokunum sem voru uppi á skáp en vilji maður eiga dótið sitt þá á maður ekki að geyma það í plastpokum, ekki satt? Nú verður hann ennþá fúlli. Það verður bara að hafa sinn gang.

Læt þetta duga. Krakkarnir fóru með Kjarra út að ganga og þau fara að koma með hann heim. 

Bára.


Allt að koma

Jæja, þá er allt fallið í ró hérna í kjallaranum hjá okkur. Maður er rétt að venjast því að vera komin í sambúð og það þýðir víst ekki að vera of kröfuharður, ha? Fólk verður að fá sitt næði og allt það, Kjarri og ég erum að læra þetta. Það gengur bara vel þrátt fyrir nokkra árekstra, en það er svo sem eðlilegt held ég. Annars er dagurinn búinn að vera fínn, krakkarnir vöktu Kjarra í hádeginu og fóru með hann út í búð.

Ég notaði tækifærið og kveikti á aðventukransinum og síðan sofnaði ég óvart. Ég vaknaði í tæka tíð sem betur fer en úff, það munaði ekki miklu. Muniði að fara varlega með eld!!! Og líka að tryggja.

ég eldaði síðan naggaveislu fyrir liðið og ég skal segja ykkur það að hann kjarri var sko ánægður með matinn í kvöld, það er sko heilagur sannleikur. Ég fékk hafraflögurnar mínar enda fátt annað sem ég má borða þessa dagana, það er líka bara fínt, þá kemst maður í kjólinn fyrir jólin, ha?

Gleðilegan fyrsta sunnudag í aðventu!
Bára

 


Klikkaðar kjellingar!

Hvað er það með konur sem fá þær til þess að missa vitið út af engu?

Við erum að tala um að ég skrapp aðeins út á fimmtudaginn og kom aftur áðan og af einhverjum ástæðum tók Bára eitthvað móðursýkiskast á mig um leið og ég labbaði inn um hurðina. Vá Bára, þótt þú komist ekki út á föstudegi að hitta þessar tussuvinkonur þínar... Ég var aldrei búinn að segjast ætla að passa og Bára, gettu hvað... Þetta eru ekki einu sinni mínir fokking krakkar!!!

Er ég bara búinn að breytast í einhverja fokking barnapíu? Engan veginn, ég er fokking Kjarri og ég lúffa ekki fyrir neinum kellingum.

Þetta stefnir í snilldarkvöld, Bára ætlar að vera með krakkana, en ég og Geiri erum að fara á Skid Row á Nasa, það er akkúrat það sem ég þurfti, að komast aðeins út með félögunum, þetta verður geggjað!

Kjarri 


Klassadagur!

Djöfull átti ég góðan dag í gær maður! Ertu ekki að grínast félagi... Bára hafði skilið eftir pening heima áður en hún lúskraðist í vinnuna (hún vinnur allt of mikið... fræðilegur að ég myndi nenna þessu hehe) til þess að ég gæti farið að versla í matinn. Hún hafði líka skilið eftir einhvern innkaupalista sem var uppfullur af einhverju drasli sem ég myndi aldrei láta inn fyrir mínar varir (speltbrauð, hummus... hvað í andskotanum er það eiginlega???).

Ég þurfti að vesenast aðeins meira yfir daginn en nennti engan veginn að standa í því einn, þannig að ég náði í Bóas Bjarka úr skólanum, sagði við kennaraherfuna að Bóas myndi læra í skóla lífsins í dag. Ég hef nebbninlega gaman af litla kallinum, hann er hvítur á hörund og eiginlega alveg snoðklipptur, svona átta ára terroristi sem á framtíðina fyrir sér.

Við byrjuðum að versla í matinn og ég sagði Bóasi að henda bara í körfuna því sem hann langaði í, ekki fræðilegur að ég myndi fylla ísskápinn af einhverju hráfæðisdrasli hehe.

Eftir verslunarferðina þurfti ég að koma við hjá manni í vesturbænum sem skuldaði mér pening, og ákvað að taka Baldur með mér inn til að sýna honum hvernig ætti að díla við fólk sem borgaði ekki sínar skuldir hehe. Ég var með teiserinn með mér til öryggis en svo þurfti ég ekki einu sinni að nota hann hehe. Það var nóg að banka aðeins í gæjann og þá vældi hann og ég fór út með sjónvarpið hans og glænýja XBOX tölvu.

Svo var haldið heim og slegið upp veislu, eldaði nautasteik með bernesósu fyrir mig og Bóas litla og svo vorum við í two-player í Halo 3 fram eftir degi, djöfulsins klassaleikur er það maður. Bára kom heim klukkan níu um kvöldið alveg drullluþreytt. Hún vældi eitthvað yfir að ég hefði ekki keypt það sem hana langaði í en ég lét hana náttúrulega bara heyra það, sagði að hún og Solla á grænum kosti gætu bara eldað sína hnetusteik á einhverju samyrkjubúinu, í mínum ísskáp væri bara gúdd-sjitt matur á boðstólnum hehe. 

En djöfull er ég farinn aftur að sofa, veit ekki hvað ég var að spá að vakna svona snemma! 

Kjarri 


Dýrt dýrt dýrt

Já það er eitt að fara á lyf en annað að borga fyrir þau, en Kjarri finnur út úr því auðvitað eins og alltaf. Annars gengur allt sinn vanagang hjá okkur fyrir utan blessuð veikindin í Kjarra alltaf. Hann segir að þetta sé eftir ákveðna dvöl fyrir sex mánuðum síðan og svo hjálpaði bruninn auðvitað ekki til.

Krakkarnir taka sem betur fer ekki eftir neinu en þeim finnst samt skrýtið að hann sé alltaf heima en það er nú bara eins og það er. Harpa Líf fær vonandi leikskólapláss eftir jól og þá lækka reikningarnir vonandi eitthvað, þessar dagmæður eru ekkert smá dýrar, meira að segja í fellahverfinu, ha? 

jæja, farin að taka til og koma börnunum í ból áður en ég fer á aukavakt í nótt. Lúxus að vera með barnapíuna hann Kjarra á staðnum. Heppin ég ; )

Bára 


Litarex er málið!

Ótrúlega skrýtið alltaf að byrja á nýjum lyfjum, fyrstu einkenni eru svo skrýtin. Nú er ég búinn að taka Litarex í þrjá daga og ég er allt annar maður. Eins og þeir vita sem þekkja mig þá get ég verið dálítið geggjaður í skapinu stundum... en vá maður, mér finnst lífið bara fínt núna... Bára kom til dæmis ekki heim með pítsu í gær eins og ég var búinn að segja henni, heldur með eitthvað drasl úr Pólverjabúðinni sem var VIÐBJÓÐSLEGT! En ég lét mér nægja að skamma hana bara aðeins, ekkert alvarlegt... Ég veit ekki hvað ég hefði gert hefði ég ekki verið á lyfjunum.

En Gugga, fokk! Engin lyf geta komið í veg fyrir að ég missi mig á hana, enda er hún óþolandi helvítis beygla! 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband