11.12.2007 | 12:13
Hundar og kettir
Ég samþykkti aldrei að fá þessa kettlinga inn á heimilið... þetta mígur og skítur út um allt og Bára hefur ekki undan að þrífa eftir þessa litlu djöfla.
Svo eru krakkarnir að væla um að fá að halda kettlingunum, ekki fokking fræðilegur ef ég fæ einhverju um það ráðið... ef það kemur dýr inn á þetta heimili þá verður það einn af Doberman hundunum sem Geiri er að rækta.
Ég var ekkert smá pirraður í nótt í óveðrinu því þá vældu kettirnir eins og bilaðir sjúkrabílar, ég fór náttúrulega bara fram og skutlaði þeim út fyrir hússins dyr svo það væri einhver svefnfriður, þá brjálaðist Bára og sagðist hafa lofað að passa fyrir Guggu, þannig að hún mátti þurfa að berjast gegnum 35 metra á sekúndu í efra breiðholti til að finna einhverja fjandans kettlinga... ég stóð bara eftir og hristi hausinn, ég mun aldrei skilja konur.
Kjarri
Athugasemdir
takk Bára mín fyrir stuðninginn, ég hef fartölvuna hér og ostapoppið sem þú keyptir handa mér og jólaundirbúningurinn verður bara að vera í lágmarki, enda ekki eins og maður gefi neinum böggul nema kannski fólkinu í kynjaköttum og ræktendunum, fjölskyldan löngu hætt að skiptast á gjöfum sem betur fer, man þegar maður var að skiptast á og maður gaf þessar dýrindis skreytingar sem ég málaði og skreytti í marga mánuði fyrir jólin, held það sé ekki ein fjölskylda sem eigi ekki Velkomin heim plattann hennar Guggu með fallegu blómasrkeytingunni sem málaði. Þú átt nú einn Bára, og klósettrúllustatífið? Þú notar þetta undir rúllurnar? Svo sniðug þessi brosmilda kelling sem geymir skítarúllurnar í maganum.
Ef ég væri ekki á parkódín forte myndi ég taka Kjarra og senda hann í þvott í Vogana til Annþórs. Sá kann að þvo. Þú ert aumingi Kjarri og mamma þín veit það og amma þín veit það og allt Breiðholtið veit það. Helst að það sé hann pabbi þinn sem veit það ekki enda sér aumingi ekki aumingja.
Guð blessi þig Bára mín fyrir hjálpina.
Gugga (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 16:23
Já Gugga mín, glöggt er gests augað hjá þér ævinlega, ha? Þið Kjarri náið nú vonandi að grafa stríðsöxina fyrir aðfangadag en þú ert velkomin eins og í fyrra. Þá var Kjarri fjarri góðu gamni en hann verður vonandi með okkur í ár, ha, það þýðir lítið að vera innilokaður á jólunum eða þá í Vogunum.
Og Gugga mín, Kjarri hefur ekki talað við pabba sinn síðan hann skildi hann eftir í Teppalandi hérna um árið. Það eru misgóðar minningar sem við eigum öll. Best að tala sem minnst um hann Chanarong tengdapabba í bili. Kjarri hefur sína galla en ekkert á við suma sem við nefnum ekki á nafn aftur.
Guð blessi þig nú líka Gugga mín, við skulum bara tala sem minnst um þetta allt. Ps. kisurnar lifðu nóttina af enda hafa þessi dýr níu líf ekki satt? ha?
Bára (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 19:37
Fokking svín þessar löggur, ég var að koma heim núna.
Þúst þeir hava ekkert rét á því að bara koma og rústa hjá mani íbúðini!!!
Ég ætla að þvo af mér þessa skítalykt, það mæti hallda að þeir þvoðu ekki þessa stöð. En Kjarri, ekki hafa neinar vorrís, þetta reddast allt.
Ég ætla núna að sova í svona 5 daga hehe.
Geiri (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 18:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.