Kettlingar í fóstur

Sæl öll sömul,

mér fannst bara óþarfi að segja öllum frá þessu smámáli sem hann Kjarri lenti í hérna um daginn. Hlutirnir geta svo sannarlega misskilist og þá er voðinn vís eða illt í efni eins og sagt er. Við erum komin með tvo af kettlingunum hennar Guggu í fóstur eftir að hún var lögð inn. Hinir fjórir eru einir heima en við lítum eftir þeim svo sem líka. Kjarri er búinn að lofa að hjálpa til ef ég næ honum einhverntímann úr þessum tölvuleikjum, það liggur við að ég taki bara rafmagnið af svo ég nái sambandi við hann svei mér þá. Eitthvað af þessu er nú stranglega bannað börnum þannig að krakkarnir fá ekkert að koma fram á meðan mestu lætin eru. Þetta er nú meira ástandið, ha? Þau leika bara inni hjá sér og eru merkilega góð, þröngt mega sáttir sitja eins og maðurinn sagði.

En nú er bara að vona að veðrið skáni svo Kjarri geti farið út að leita sér að vinnu. Gugga mín, slysin gera ekki boð á undan sér og ef þú ert að lesa þá vona ég að þér líði vel og þú losnir við naglana fyrir messu Þorláks helga. Það væri nú munur, ha?

Bára.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband