2.12.2007 | 19:57
Allt að koma
Jæja, þá er allt fallið í ró hérna í kjallaranum hjá okkur. Maður er rétt að venjast því að vera komin í sambúð og það þýðir víst ekki að vera of kröfuharður, ha? Fólk verður að fá sitt næði og allt það, Kjarri og ég erum að læra þetta. Það gengur bara vel þrátt fyrir nokkra árekstra, en það er svo sem eðlilegt held ég. Annars er dagurinn búinn að vera fínn, krakkarnir vöktu Kjarra í hádeginu og fóru með hann út í búð.
Ég notaði tækifærið og kveikti á aðventukransinum og síðan sofnaði ég óvart. Ég vaknaði í tæka tíð sem betur fer en úff, það munaði ekki miklu. Muniði að fara varlega með eld!!! Og líka að tryggja.
ég eldaði síðan naggaveislu fyrir liðið og ég skal segja ykkur það að hann kjarri var sko ánægður með matinn í kvöld, það er sko heilagur sannleikur. Ég fékk hafraflögurnar mínar enda fátt annað sem ég má borða þessa dagana, það er líka bara fínt, þá kemst maður í kjólinn fyrir jólin, ha?
Gleðilegan fyrsta sunnudag í aðventu!
Bára
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.