26.11.2007 | 22:01
Ömurlegur dagur
þetta var nú meiri ömurlegi dagurinn. Vaktin gekk illa og svo kem ég heim og ástandið ekki skárra. Það er smá vesen hjá Kjarra út af smá peningamálum en það reddast vonandi fyrir jólin. Bara að þetta reddist fyrir jólin, ha? það væri nú munur fyrir okkur hérna í kotinu ha?
jæja, ég veit ekki alveg hvað ég á að segja en kjarri þarf að komast í tölvuleik.
ykkar Bára.
ps. hefur einhver prófað þessa nýju búð hérna í hverfinu, með pólsku pylsunum?
Athugasemdir
Það verða engin jól hjá ykkur Bára mín Kjarri kann að leika sér í tölvuleikjum en hann endist ekki í vinnu frekar en pabbi sinn. Þín Gugga.
Gugga (IP-tala skráð) 26.11.2007 kl. 22:34
Hei Gugga! Hvernig væri ef þú myndir einu sinni taka prikið úr rassinum á þér og slaka aðeins á... Jólin koma alveg hjá okkur, ég er með feitt scam í gangi og bíddu bara, það verður þú sem kemur hingað skríðandi á aðfangadag þegar bæturnar eru búnar og Bára á örugglega eftir að hleypa þér inn en mér væri náttúrulega drullusama þótt þú myndir éta pulsur í jólamatinn...
Ég veit að þú ert drullufúl með að ég sé fluttur hingað inn en þú getur bara ekkert gert í málinu.
Don´t hate the player... hate the game Biiiiitch!
Kjarri (IP-tala skráð) 26.11.2007 kl. 22:55
Svona svona KJarri minn, ég er ekkert að meina þetta illa hún Baára hefur bara upplifað ýmislegt og vill maður henni vel, þetta getur ekki endað vel ef allir eru bara að leika sér í tölvunni. Jólasteikina er víst ekkki hægt að fá í maríó bros eða hvað heitir nú. Það verða allavega jól hér því ég er strax búin að selja næsta got. Einhverjir sem kunna að meta þessar elskur sem dýrin eru. Góða nótt elskurnar, Gugga.
Gugga (IP-tala skráð) 26.11.2007 kl. 23:03
Gugga mín, ég ætla bara rétt að vona að aðfangadagskvöld endi ekki eins í ár eins og í fyrra, mannstu ha? Það var sko ekki fyndið þó Kjarri hlæji kannski að því, enda var hann ekki með þá enda var hann bara annarsstaðar og bannar mér að segja hvar. En hvað um það, nú verður hann reiður aftur. En ég ætla bara rétt að vona að þið getið talað aðeins saman og hætt að rífast, ha? Gugga mannstu, dýrin?
Bára (IP-tala skráð) 26.11.2007 kl. 23:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.