26.11.2007 | 10:57
Tryggingavesen
Sko! Eitt sem ég skil ekki... hvaða kjaftæði er það að þurfa að hafa einhverja innbústryggingu ef þú lendir í bruna? Nú stefnir allt í það að ég fái engar bætur af því að ég er ekki tryggður? Eru ekki allir tryggðir? Búum við ekki í velferðarþjóðfélagi? Djöfull er ég fúll maður, fyrst hringdi ég í Vís, svo Sjóvá og loks tryggingamiðstöðina en enginn gat hjálpað mér!
Þegar ég lenti í "bílslysinu" hérna um árið fór ég náttúrulega beint á slysó og fékk áverkavottorð og svo var mér sagt að tala við ákveðinn lögfræðing og hann reddaði málinu algerlega fyrir mig. Eina sem ég þurfti að gera var að hitta hann einu sinni, fara svo á slysó nokkrum sinnum og kvarta yfir bakverkjum og einhverju svoleiðis kjaftæði og bingó, kallinn fékk tvær millur í vasann nokkrum mánuðum seinna.
Djöfull er ríkið ekki að standa sig núna!
Kjarri
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.