25.11.2007 | 16:52
Loksins byrjuð að blogga ;) ;) ;)
Jæja, þá er maður byrjaður að blogga. Ef Gugga frænka getur þetta þá hlýt ég að geta þetta líka. Kjarri flutti loksins inn í síðustu viku. Honum fylgja sem betur fer fá húsgögn eftir brunann enda eins gott þar sem börnin taka mest allt plássið hér í kjallaranum okkar ; ) Nú er bara að vona að hann fái eitthvað út úr tryggingunum fyrir jól svo við getum haft það flott á aðfangadagskvöld og keypt almennilega í matinn og svona. Annars finnst mér alveg hræðilegt hvað er dýrt að versla í matinn hérna á klakanum, maður ætti kannski bara að flytja til spánar, ha?
Jæja, læt þetta nægja að sinni. Kjarri segir hæ og þakkar stuðninginn. Þið eruð öll frábær. Og takk fyrir fötin handa honum það er ómetanlegt
Ykkar Bára
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.